Konur og karlar líta framhjáhald mjög ólíkum augum

Hvort er alvarlegra í þínum augum; tilfinningalegt eða líkamlegt framhjáhald? Svarið veltur á einfaldri staðreynd – hvort þú ert karl eða kona.

Nú hefur nýleg rannsókn, sem kynnt var í því virðulega riti Evolutionary Psychology verið gerð opinber, en rannsóknin var gerð í þeim eina tilgangi að reyna að skilgreina viðhorf beggja kynja til framhjáhalds og þá sérstaklega hvor gerðin er alvarlegri í augum maka.

Rannsóknin, sem spannaði 477 þáttakendur á fullorðinsaldri – 238 karla og 239 konur – innihélt fjölbreytilega spurningalista þar sem víða var komið niður; meðal annars voru þáttakendur spurðir um viðhorf sín til tilfinningasambanda og framhjáhalds. Ein spurningin var svohljóðandi: “Hvort myndi angra þig meira: Að ímynda þér maka þinn í lostafullum ástarleikjum við aðra manneskju eða að ímynda þér maka þinn mynda djúp og innileg tilfinningatengsl við aðra manneskju?”

Þegar niðurstöður höfðu verið teknar saman lágu svörin skýr fyrir: Karlar sögðu þá tilhugsun að maki þeirra tæki þátt í kynferðislegu bakmakki og viðhéldi lostafullu framhjáhaldi mun alvarlegri og valda ómældri tilfinningastreitu meðan konur sögðu einmitt hið gagnstæða.

Athyglisvert þykir að rannsóknin, sem gerð var til að kanna hvaða þættir framhjáhalds eru alvarlegastir í augum maka – hvort sem um var að ræða tilfinningalegt, líkamlegt eða andlegt framhjáhald – traust í hjónabandi og venjur í tilfinningasambandi – þykir varpa skýru ljósi á ólík viðhorf kynjanna til framhjáhalds og svika í hjónabandi. Og það reyndist einnig vera grundvallarmunurinn og það sem skipti þáttakendum upp í tvo hópa: Af hvoru kyni svarendur voru. Karlar gátu þannig ekki hugsað sér að kona þeirra legðist með öðrum manni en konur sögðust ófyrirgefanlegt að önnur kona ynni tilfinningalegt traust eiginmanns.

Getur verið að viðhorf kynjanna til framhjáhalds sé svo svart og hvítt?

SHARE