Silja Hinriksdóttur er margt til lista lagt sem hefur meðal annars í gegn um tíðina starfað sem myndlistarkona og vefhönnuður. Nú hefur hún farið að stað með spennandi verkefni til að vekja athygli á konum sem hafa haft áhrif á mannkynssöguna og samfélagið í heild sinni – en hafa ef til vill ekki fengið næga athygli fyrir.
Markmið verkefnisins er að fjalla um áhrifamiklar konur sem hafa veitt Silju sérstakan innblástur í gegn um ævina.
Verkefnið hefur hlotið nafnið Tiny Toast sem gefur skírskotun í að skála fyrir ákveðnum viðburðum eða einstaklingum.
Af hverju ákvaðstu að fara af stað með þetta verkefni?
„Ég vildi bara vekja athygli á öllum þessum frábæru konum. Það fór alltaf í taugarnar á mér hvað mér fannst halla á konur í myndlist þegar ég var myndlistarnámi út í London og það hefur eflaust haft áhrif á mig,“ segir Silja og bætir við að mamma hennar hafi einnig verið mikill feministi og hafi verið í Rauðsokkunum á sínum tíma. „Hún hefur alltaf hvatt mig til að spyrja spurninga. Af hverju eru t.d. söluhæstu listamennirnir allt karlmenn? Stundum nær kannski 1 kona á topp 10 listann, en af hverju eru þær ekki fleiri?“
Hvað ertu að vonast til að fá út úr þessu verkefni?
„Bara helst smá vitundarvakningu. Við erum búin að ná svo ótrúlega langt á stuttum tíma þegar það kemur að jafnrétti, en það má alltaf gera betur.“
Við hvetjum ykkur eindregið til að fara inn á síðuna hennar Silju, Tiny Toast, og skoða varninginn og jafnvel kaupa ykkur bol sem fær feminíska hjartað ykkar til að taka auka kipp.
Tiny toast á Instagram
Tiny toast á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.