Korean kjötbollur

Þessar eru geggjaðar frá snillingnum Ragnheiði frá Matarlyst

Bollur hráefni

1 kg hakk, ég mæli með 500 g af nauta + 500 af svínahakki.
4 vorlaukar skornir niður
2.5 dl brauðraspur
4-6 hvítlauksrif pressuð
2 msk engifer pressað
2 egg
2 tsk sesamolía
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar malaður

Aðferð

Setjið öll hráefin í skál blandið vel saman, mótið hæfilega stórar bollur.
Bollurnar fara inn í 200 gráðu heitan ofninn í 15-20 mín.

Gljái/sósa hráefni

12 msk hosin sósa
12 msk hunang
6 msk soya sósa
1 ½ -3 tsk sriraha sósa (eftir smekk)

Aðferð

Blandið öllu saman í skál hrærið vel saman.

Setjið gljáann á pönnu rétt hitið.

Chili mæjó dressing

Hráefni

2 dl sýrður rjómi
1 dl chili mæjó

Aðferð

Setjið saman í skál og hrærið saman. Það er um að gera að smakka sósuna til bæta jafnvel örlítið meira af chili mæjó allt eftir smekk.

Grænmeti

Asísk blanda
Niðurskorið broccoli
2-4 msk hrísgrjóna vín

Aðferð

Grænmeti ásamt hrísgrjóna víni er sett á pönnu og hitað saman um stund.

Annað meðlæti

Hrísgrjón elduð samkvæmt leiðbeiningum, en dásamlegt er að setja 1 kókosmjólk eða kókosrjóma út í pottinn í bland við vatnið.

Sesamfræ

Vorlaukur skorinn niður

Ég raða í skálina í þessari röð.

Hrísgrjón
Grænmeti
Kjötbollur
Dass af vorlauk
Chili mæjó dressing
Sesamfræ

SHARE