Kostir og gallar háreyðingarkrems

Photo by stockimages
Photo by stockimages

Ein leiðin til að fjarlægja óæskileg hár af líkamanum er háreyðingarkrem. Kostir þess eru að þau fjarlægja vel hárin sem kremið er sett á, húðin verður vel mjúk á eftir og er sársaukalaust ef framkvæmt rétt. Ókostir eru að það er frekar tímafrekt því það verður að fá að liggja aðeins á húðinni meðan það er að virka og getur stundum verið frekar subbulegt.

Mjög mikilvægt er að fara algjörlega eftir leiðbeiningum framleiðanda varðandi tímann sem kremið á að liggja á því húðin getur brennst illa ef það liggur of lengi. Aðal byggingarefni húðar og hárs er keratin, mjúkt keratin í hári og svokallað hart keratin í húð. Háreyðingarkrem virka þannig að það brýtur niður keratínið og það tekur minni tíma að brjóta niður þetta mjúka í hárinu heldur en það harða í húðinni. Þar af leiðandi, ef það liggur of lengi fer það að ná að brjóta niður harða keratínið og brennir húðina. Einnig er mikilvægt að láta ekki háreyðingarkrem á slímhúð.

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta, eða annað tengt snyrtifræði, endilega sendu fyrirspurn á inga@hun.is

Gangi ykkur vel!

SHARE