Ein leiðin til að fjarlægja óæskileg hár af líkamanum er háreyðingarkrem. Kostir þess eru að þau fjarlægja vel hárin sem kremið er sett á, húðin verður vel mjúk á eftir og er sársaukalaust ef framkvæmt rétt. Ókostir eru að það er frekar tímafrekt því það verður að fá að liggja aðeins á húðinni meðan það er að virka og getur stundum verið frekar subbulegt.
Mjög mikilvægt er að fara algjörlega eftir leiðbeiningum framleiðanda varðandi tímann sem kremið á að liggja á því húðin getur brennst illa ef það liggur of lengi. Aðal byggingarefni húðar og hárs er keratin, mjúkt keratin í hári og svokallað hart keratin í húð. Háreyðingarkrem virka þannig að það brýtur niður keratínið og það tekur minni tíma að brjóta niður þetta mjúka í hárinu heldur en það harða í húðinni. Þar af leiðandi, ef það liggur of lengi fer það að ná að brjóta niður harða keratínið og brennir húðina. Einnig er mikilvægt að láta ekki háreyðingarkrem á slímhúð.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þetta, eða annað tengt snyrtifræði, endilega sendu fyrirspurn á inga@hun.is
Gangi ykkur vel!
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.