Ef þú fylgist vel með nýjungum í húðumhirðu hefurðu eflaust heyrt um C-vítamín serum.
C-vítamín er talið eitt besta innihaldsefnið á markaðnum til að sporna við öldrun húðarinnar og viðhalda sléttu, jöfnu og gljáandi yfirbragði.
Þó að þú sért líklega að fá C-vítamín í mataræði þínu, þá er engin leið til að tryggja að það fari í húðina. Notkun serum-a og annarra húðvara er beinasta leiðin til að koma efnunum inn í húðina.
Kostir við að nota C-vítamín á húðina:
- Dregur úr hrukkum
- Varðveitir kollagen og eykur framleiðslu þess
- Það gefur húðinni ljóma
- Jafnar húðlitinn
- Dregur úr litabreytingum
- Það getur dregið úr baugum
- Það hjálpar til við að gera húðina stinnari
- Ver húðina gegn sólarskemmdum
- Það getur róað húðina eftir sólbruna
- Hefur græðandi áhrif
Ef þú ert að velta því fyrir þér hversu oft þú eigir að nota C-vítamín serumið, þá er svarið bæði kvölds og morgna, eftir hreinsun á húðinni og tóner. Ein rannsókn mælir jafnvel með því að nota C-vítamín serum á átta klukkustunda fresti, eða tvisvar á dag til að ná hámarki verndar.
C-vítamín verndar líka húðina fyrir utanaðkomandi álagi eins og útblæstri frá bílum, sígarettureyk og þvíumlíku.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur þó þú gleymir að bera á þig í eitt og eitt skipti. Ólíkt sólarvörn, rakakremi eða olíum er ekki hægt að þurrka C-vítamín svo auðveldlega af eða þvo það af húðinni.
Hvað þarf að hafa í huga þegar keypt er C-vítamín serum:
- Þarf að innihalda 10-20% L-askorbínsýra
- Innihaldsefni: L-askorbínsýra, tocopherol (vitamin E) eða glutathione og ferulic sýru
- Umbúðir: Dökkar eða litaðar glerflöskur með loftþéttum skammtara
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.