Kourtney Kardashian hló að nafninu Saint

Nýjasti meðlimur Kardashian-fjölskyldunnar, sonur þeirra Kim og Kanye, ber nafnið Saint West eins og flestir vita nú þegar. Skiptar skoðanir eru á nafninu en Kim hefur þó sennilega ekki átt von á því að elsta systir hennar, Kourtney Kardashian, myndi einfaldlega hlæja að nafngiftinni. Hollywood Life greinir frá því að nú andi köldu á milli systranna af því Kim er sko ekki sátt við þessi viðbrögð Kourtney.

Sjá einnig: Kourtney og Scott: Barnlaus og brosandi

Kim ætti þó að vera með þykkan skráp eftir mörg ár í sviðsljósinu. Hún verður vonandi fljót að hrista þetta af sér blessunin.

kim-kourtney-aunt

SHARE