Nýjustu fregnir úr herbúðum Kardashian-fjölskyldunnar herma að Kourtney Kardashian íhugi nú að taka Scott Disick aftur. Scott hélt framhjá Kourtney fyrr í sumar og hefur gert fátt annað en að djamma undanfarnar vikur.
Sjá einnig: Scott Disick gripinn í kossaflensi við ókunnuga ljósku í Los Angeles
Heimildarmaður tímaritsins OK! segir Kourtney ekki enn hafa gefið Scott alfarið upp á bátinn. Er hún sögð sakna hans mikið og vonast til þess að hann fari að taka sig saman í andlitinu.
Ef hann hættir allri þessari vitleysu og hypjar sig í meðferð þá tekur hún við honum aftur.