Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian lét sig ekki í vanta í partí að loknum Grammy-verðlaununum í gærkvöldi. Partíið var á vegum söngvarans Justin Bieber en sá orðrómur hefur verið lengi á kreiki að Kourtney og Justin séu meira en bara vinir.
Sjá einnig: Segir Kourtney hafa orðið fjölskyldunni til skammar
Kourtney mætti í flegnum og gegnsæjum samfestingi og var að venju kynþokkinn uppmálaður. Khloe systir hennar var með í för og var sko ekki síðri.