Kourtney Kardashian og Scott Disick byrjuð saman aftur

Það má kalla þetta jólakraftaverk en Kourtney Kardashian (37) og Scott Disick (33) eru tekin saman á  ný. Þau hættu saman fyrir rúmu ári síðan og hafa verið á kreiki sögusagnir um það um tíma, að þau hafi verið að stinga saman nefjum á ný.

Þau fóru í frí til Mexíkó um miðjan nóvember með börnin sín þrjú og fór fólk þá að velta fyrir sér hvort einhverjar líkur væru á sættum.

Sjá einnig: Kourtney og Scott fara saman í frí

„Þau eru byrjuð saman aftur og eru að gefa sambandi sínu annað tækifæri,“ sagði heimildarmaður E! News. „Þau vilja bæði láta á þetta reyna fyrir sig og börnin þeirra þrjú.“

Heimildarmaðurinn segir að Kourtney líði loksins eins og hún sé í öruggu sambandi því barnsfaðir hennar hafi sagt skilið við fyrri villtan lífsstíl. „Scott er orðin miklu rólegri og hefur ekkert verið að djamma,“ segir heimildarmaðurinn.

 

 

SHARE