Kourtney Kardashian ólétt á ný

Kourtney Kardashian (37) gefur í skyn að hún kunni að vera ófrísk aftur í myndbandi á Snapchat. Hún birti myndband af mynd af sjálfri sér þar sem hún gekk með yngsta barnið sitt Reign, en hún á þrjú börn fyrir.

 

Heimildarmaður RadarOnline sem er tengdur Kardashian fjölskyldunni sagði: Kourtney er ólétt og er á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Hún hefur bara sagt sínum allra nánustu fréttirnar.“ Scott Disick er faðir barnsins eins og hinna barnanna. Parið er nýtekið saman aftur eftir að hafa skilið sumarið 2015 eftir að Scott hélt framhjá henni og fór í meðferð. „Þau eru að vinna í sínum málum fyrir barnið og þau eru ekki að hitta neina aðra í augnablikinu,“ sagði þessi heimildarmaður.

 

 

 

SHARE