Þetta eru kannski ekki fréttir sem koma fólki á óvart en slúðurmiðlar í Bandaríkjunum hafa nú greint frá því að Scott Disick, barnsfaðir Kourtney hafi gengist undir faðernispróf. Ástæða þess er sú að karlkynsfyrirsæta steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við Kourtney eftir að þau hittust í myndatöku. Hann hélt því fram að hann væri faðir Masons, syni þeirra hjóna.
Kourtney Kardashian og eiginmaður hennar ákváðu í sameiningu að Scott myndi taka faðernispróf í þeim tilgangi að sanna fyrir fólki að hann sé í raun faðir drengsins.
Kourtney hefur segir: “Eftir að þurfa að sitja undir þessum lygum í þrjú og hálft ár, frá manneskju sem ég rétt rakst á í myndatöku fyrir mörgum árum síðan hef ég ákveðið að koma þessum hlutum á hreint: Scott er faðir hans Masons. Það hryggir mig að þurfa að tjá mig um þessar fáránlegu sögusagnir, þá sér í lagi þegar við fjölskyldan vissum hvað væri satt og rétt. Það er kominn tími til að þessum lygasögum linni.”
Scott og Kourtney eiga líka 13 mánaða gamla dóttur saman, Penelope. Nú getur fjölskyldan haldið lífi sínu áfram.