Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og partípinninn Scott Disick virtust sæl og glöð þegar þau sáust saman í vikunni. Athygli vakti að börnin þeirra þrjú voru hvergi nærri og velta slúðurmiðlar því nú fyrir sér hvort að Kourtney sé búin að taka fyrrum unnusta sinn í sátt.
Sjá einnig: Scott Disick kom Kourtney á óvart með bónorði
Scott er nýkominn úr meðferð og þykir mörgum líklegt að Kourtney gefi honum því annað tækifæri.