Kourtney situr nær nakin fyrir á síðustu vikum meðgöngu

Það sem Kim gerir, getur Kourtney einnig gert og það komin á síðustu vikur meðgöngu. Þannig birtist Kourtney Kardashian nær nakin á ljósmyndum í viðtali við tímaritið DuJour en þó siðprúðari en systir hennar, sem beraði olíuborinn bossann fyrir Paper fyrir skömmu síðan.

ede1547ce823

Í viðtalinu sjálfu segir Kourtney að nekt sé ekkert feimnismál.

Ég skammast mín ekki fyrir líkama minn og er upp á mitt besta þegar ég er ólétt. Það er svo stórkostleg tilfinning að ganga með barn í maganum, að upplifa allar þær breytingar sem verða á líkamanum. Það eru einhverjir töfrar yfir meðgöngunni sem felur svo mikla heilun í sér og fegurð og mig langar einfaldlega að umfaðma þá fegurð.

e49c547ce80d

Athyglisvert þykir þó að Kourtney segir að hún myndi að öllum líkindum ekki sitja nær nakin fyrir á myndum ef hún væri ekki ólétt.

Það sem heillar mig mest við þá hugmynd að sitja nær nakin fyrir á mynd meðan á meðgöngu stendur er að fagna líkamslagi mínu meðan ég er ólétt og fanga þannig það tímaskeið á filmu. Það er dásamleg tilhugsun að geta sýnt eigin börnum þessar ljósmyndir einn góðan veðurdag og segja – Sjáðu, þarna varst þú inni í mér!

b451547ce82d

Viðtalið við Kourtney Kardashian sem birtist í DuJour má lesa í heild sinni HÉR

 

KVIKNAKIN Kim Kardashian: Gekk ALLA leið við tökur!

Innlit hjá Kourtney Kardashian – Myndir

Khloe Kardashian spilar út kolsvörtu trompi – Myndband

SHARE