Krabbinn í sumar: “Blóm og konfekt, hjörtu og himinháar hugmyndir”

Krabbinn býr yfir öflugri þörf til að hlúa að öðrum og umvefja sína nánustu öryggi og hlýju. Kynferðisleg orka Krabbans er gefandi, umhyggjufull og elskuleg. Krabbinn hefur afar sterka þörf til að hlúa að maka sínum. Krabbinn er afar viðkvæmur og rómantískur í eðli sínu. Þegar Krabbinn verður á annað borð ástfanginn verður hann afar hugfanginn af ástinni; blóm og kontfekt, hjörtu og himinháar hugmyndir um hjónabandið geta heltekið Krabbann í tilhugalífinu.

 Sumarið er tími nándar í lífi Krabbans en ekki skyndiákvarðana, hlýju en ekki ákafa.

Einn helsti veikleiki Krabbans í einkalífinu er ofurnæmni hans og viðkvæmni, Krabbinn getur auðveldlega orðið afbrýðisamur og yfirráðasamur. Krabbinn krefst óskiptrar athygli ástvina sinna því umhyggjan veitir honum öryggi. Krabbinn er afar munúðarfullur og elskar faðmlög og kossa. Faðmlög eru honum vel að skapi og hann elskar að kúra. Það er í stuttu máli sagt algerlega frábært að haldast í hendur við Krabbann!

 … þeir Krabbar sem þegar hafa tekið ákvörðun í tilhugalífinu mega eiga á von að stofnað verði til sambúðar. 

 Hamslaus ævintýraorka Júpíters er að baki núna, en hinn eilíflega varkári Krabbi ætti að hafa höndlað hamingjuna þegar fram á sumarið er komið. Orka ástarinnar svífur yfir vötnunum og einhverjir í Krabbamerkinu ganga í hnapphelduna, aðrir finna ástina nú í sumar og þeir Krabbar sem þegar hafa tekið ákvörðun í tilhugalífinu mega eiga á von að stofnað verði til sambúðar. Krabbinn stendur á skemmtilegum tímamótum í einkalífinu nú í sumar þar sem uppbyggilegar ákvarðanir verða teknar, ástin blómstrar sem aldrei fyrr og sambönd styrkjast. Sumarið er tími nándar í lífi Krabbans en ekki skyndiákvarðana, hlýju en ekki ákafa.

Vertu því bjartsýnn, kæri Krabbi, á horfur mála því stjörnurnar eru þér hliðhollar í fjármálum og frama.

Fæðing nýrra hugmynda, frjósöm hugsun og skapandi framkvæmdir elta Krabbann á röndum í sumar. Vertu því bjartsýnn, kæri Krabbi, á horfur mála því stjörnurnar eru þér hliðhollar í fjármálum og frama. Launahækkanir, óvæntur arður af vel unnum verkum og öflugra tengslanet er allt í stjörnunum fyrir hinn iðjusama Krabba, sem aldrei fellur verk úr hendi.

 Útlit er fyrir að einstaklingar í Krabbamerkinu geti hæglega dottið niður á frambærilega fjárfestingu, flotta fasteign á niðursettu verði og ef pyngjan leyfir ekki meir; skemmtilegt úrval á útsölum hátískuverslanna.

Þó áhrifa hins glaðlynda Júpíters sé ekki lengur að vænta nýtur Krabbinn enn góðs af léttlyndi og gleði og uppsker sem hann hefur sáð á fyrstu sex mánuðum ársins. Krabbinn ætti því að treysta á fröken Lukku og ganga bjartsýnn til móts við sólríkasta tímaskeið ársins; fullviss um að staðfesta, uppbyggilegar ákvarðanir og heppni á flestum sviðum lífsins elti stjörnumerkið á röndum. Útlit er fyrir að einstaklingar í Krabbamerkinu geti hæglega dottið niður á frambærilega fjárfestingu, flotta fasteign á niðursettu verði og ef pyngjan leyfir ekki meir; skemmtilegt úrval á útsölum hátískuverslanna. Bravó!

 Skoða önnur merki HÉR

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here