Kraftmikil bleikja með fersku sumarsalati

Hér er uppskrift að kraftmikilli bleikju sem við grillum og berum fram með fersku sumarsalati, æðislegt að smella henni á grillið núna þegar farið er hitna.

Undirbúningstími: 10 mínútur
Eldunartími: 5-7 mínútur
Fyrir hversu marga: 4

Sjá einnig: Gómsæt steikt hrísgrjón með kjúkling

Hráefni:

Falleg bleikjuflök 250 til 300 gr. á mann.

2 msk af ólívuolíu, ég nota Filippo Berio

2 tsk Blue Dragon pressað engifer

1 tsk Blue Dragon pressaður hvítlaukur

1 tsk Blue Dragon chillimauk

1 kassi lambhagasalat

handfylli af dökkum vínberjum

handfylli af jarðarberjum

¼ úr hunangsmelónu

fetaostur í teningum.

Balsamic Filippo Berio

IMG_0818

Marinering:

Setjum c.a. 2 matskeiðar af ólívu olíu í skál, bætum, engiferinu, hvítlauknum og chillimaukinu út í. Hrærum þessu saman í skálinni.

Bleikjan:

Setjum hæfilegt af olíu á álpappir og leggjum bleikuflökin ofan á, við tökum auðveldu leiðina núna, en ef við tökum þetta alla leið þá setjum við bleikjuna beint á grillið. Við leggjum í það fljótlega í annarri uppskrift. Smyrjum marineringunni ofan á flökin og látum standa í ískáp í 2 tíma, má vera lengur til að fá meiri kraft í bleikjuna.

IMG_0832

Kveikjum upp í grillinu og fáum góðan hita, setjum á álpappírinn með bleikunjum á grillið og grillið á fullum krafti í c.a. 2-3 mínútur. Slökkvið á hluta af grillinu og færið álpakkírinn yfir á það svæði. Hafið lokið á grillinu í c.a. 5 mínútur í viðbót, stærðin á flökunum og hitastigið getur verið mjög misjafnt. Þið verðið að nota tilfinninguna og kíkja undir lokið án þess að opna það upp á gátt og hleypa hitanum út.

Salatið

Á meðan bleikjan er að bakast á grillinu þá skellum við okkur í mjög einfallt og sumarlegt salat.
Skerum vínberin, jarðaberin í tvennt og melónuna í netta bita svipaða og hálf ber. Skellum Lambhagasalatinu í skál og blöndum berjunum og melónubitum við salatið. Við þurfum ekkert að flækja þetta.

Nú er bleikjan að vera klár, tökum hana af grillinu og setjum á skemmtilegann disk og berið fram með salatinu og góðu hvítvíni. Við ætlum að njóta spennandi sumarvíns sem passar einstaklega vel með bleikjunni og salatinu.

Mjög einfaldur og fljótlegur sumarréttur sem ljúft er að njóta á pallinum.

IMG_0838

Berið salatið fram með Balsamic-ediki sem dressingu og fetaosturinn klikkar aldrei.

IMG_0842

Hvítvínið sem ég mæli með bleikjunni og salatinu er Matua Sauvignon Blanc  frá Marlborough svæðinu  á Nýja Sjálandi  þetta svæði hefur alið af sér nokkur mjög góð hvítvín sem gaman væri að gera skil síðar. Minn vínsmekkur liggur meira í þurrum hvítvínum en þetta vín kom mér mjög skemmtilega á óvart. Það örlar á sætu og með örlítilli freyðivínstilfinningu sem kemur með þessum fíngerðu loftbólum, bragðið einkennist af ferskum sítrus, létt sýra. Mjög skemmtilegt sumarvín sem ég held að geti gert góða hluti á pallinum í sumar. Við brögðum þetta vín einnig með kjúklingi og heilhveitnúðlum og þar stóð það sig ekki síður.

Sjá einnig: Syndsamlega ljúffengt satay-kjúklingasalat

Vertu með okkur í skemmtilegum leik þar sem þú getur unnið veglega gjafakörfu frá Blue Dragon og gott vín við hæfi. Eina sem þú þarft að gera er að setja athugsemd hér fyrir neðan og þú ert með í pottinum. Alla þessa viku verðum við með tvær Blue Dragon uppskriftir á dag og því fleiri uppskriftir sem þú setur athugsemdir við því meiri líkur á að þú fáir glæsilega gjafakörfu.

SHARE