Kraftmikil Gúllassúpa – Uppskrift

Innihald:

1 kg gúllas

300 gr laukur – frekar smátt saxaður

300 gr gulrætur – skornar í bita

50 gr sellerí

2-3 tsk tómatpúrra

1 flaska Passata/2 dósir tómatar

og svipað magn af vatni

1 teningur af nautakrafti

500 gr kartöflur

2-3 tsk maldonsalt

1-2 tsk hvítur pipar

1 msk sæt paprika

1 msk sterk paprika

1 msk malað kúmen

1/2 tsk cayennepipar

3 lárviðarlauf

Aðferð:

Laukur, sellerí og gulrætur í pott með smá ólívuolíu og látið malla þar smá stund.
Passa að hræra á meðan svo það brenni ekki.
Kjötið þar næst útí – ásamt kryddunum. Látið brúnast og taka smá lit.
Þar næst tómatpúrran og tómatarnir ( hvort heldur er Passata tómatsósa eða tómatar í dós ).
Svo set ég kartöflurnar útí, teninginn…og leyfi þessu að malla eins lengi og hægt er.
Það má að sjálfsögðu nota meira…eða minna af grænmeti.

Aðalatriðin:

– Að leyfa henni að malla…lengi…

– Að kaupa kjötið helst 2-3 dögum áður og leyfa því að meyrna aðeins.

– Að nota góða tómata

Tómatpúrran er líka miklu sterkari og betri.

– Að nota góð krydd.

Það má líka nota ungverska papriku frá Pottagöldrum í súpuna

SHARE