Veislan í heild sinni kemur til með að birtast í Vikunni í næstu viku svo fyrir þá sem vilja góðar hugmyndir fyrir veisluborðið þá mæli ég með að þið nælið ykkur í eintak. Ég kem síðan til með að setja inn fleiri hugmyndir og góð ráð hér á bloggið þegar tími gefst til á næstunni.
Kransakaka (15-18 hringir)
- 1,5 kg ODENSE Marcipan (þetta bleika)
- 750 gr sykur
- 3 eggjahvítur
- Brytjið marsipanið niður í nokkra hluta og setjið í hrærivélarskál með sykrinum, blandið vel saman með K-inu.
- Hrærið eggjahvíturnar saman og setjið í nokkrum skömmtum saman við marsipanblönduna. Ef hvíturnar eru stórar þarf mögulega ekki að nota þær allar, setjið því minna í einu og passið að blandan verið ekki of blaut.
- Gott að taka síðan blönduna og hnoða aðeins í höndunum, plasta vel og kæla í amk 4 klst eða yfir nótt.
- Rúllið út jafnar lengjur um 1,5cm í þvermál, sláið með þykkhöndinni á ská ofan á hverja lengju til að mynda örlítið þríhyrndara lag og mælið síðan hringina út með reglustiku. Fyrst 10cm og síðan bætið 3cm við hvern hring (10,13,16 o.s.frv). Það fer síðan aðeins eftir þykktinni hversu mörgum hringjum þið náið (ég náði 15 hringjum en hefði getað náð fleiri).
- Raðið á bökunarpappír og bakið við 200°C í um 13 mínútur (ofnar eru misjafnir svo hér þarf bara að fylgjast vel með og taka hringina út þegar þeir eru aðeins farnir að dökkna).
- Kælið hringina vel, sprautið glassúr yfir og raðið saman. Einnig er hægt að frysta hringina og raða þeim saman síðar en þá verður kakan seigari en ella.
- Skreytið að vild, ég bjó til súkkulaðiskraut úr afgangs súkkulaði, límdi slaufu, pappaprik og merkta kossa, límt á með bræddu súkkulaði sem aðeins hefur fengið að þykkna.
Glassúr fyrir kransaköku
- 1 eggjahvíta
- ½ tsk sítrónusafi
- Flórsykur (fer eftir stærð eggjahvítu hversu mikill)
- Þeytið allt saman og bætið flórsykri jafnt og þétt saman við eggjahvítublönduna þar til blandan fer að þykkna og verða teygjanleg.
- Sprautið þá undir neðsta hringinn og festið hann á disk. Því næst má sprauta boga á hvern hring og leggja næsta ofan á áður en glassúrinn harðnar, þannig festist kakan nægilega vel saman.
Endilega smellið like-i á Gotterí á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.