Krassandi papríku og tómatsúpa

Tómat og papríkusúpa með góðu brauði.
Við höfum alltaf verið veik fyrir Tómatsúpum. Í heimavistarskólanum í gamla daga fannst okkur þær alltaf vera einna skástar af súpugutlinu sem maður fékk stundum úr fjöldaframreiddu fæði misgáfulegra mötuneyta.

 

Tómat og papríkusúpa með góðu brauði.
Tómat og papríkusúpa með góðu brauði.

 

Þær þurfa ekkert að vera slæmar þó þær séu úr pakka, það má alveg „pimpa“ þær upp. Það er alveg einstaklega auðvelt að eyðileggja pakkasúpur með því að hafa þær lap þunnar og þar af leiðandi bragðlausar. En þessi er nú reyndar ekki ættuð úr pakka, hún er gerð frá a-ö sem sagt hollt og gott:

Tómat og paprikusúpa

2 dósir niðursoðnir tómatar
1 poki frosnar paprikur
2 laukur
10 hvítlauksrif
3 msk ólífuolía
3-4 súputeningar
1 lítri vatn
3-4 dl rjómi
salt
pipar
Olían sett í pott og lauknum og hvítlauknum velt þar um smástund yfir miðlungshita, þá er einfaldlega öllu bætt í og soðið í 30-40 mín. Maukað með töfrasprota. Smakkað til með salt og pipar og súpan er tilbúin. Borðað með góðu brauði.

SHARE