Glerhurðir úr holinu inn í alrýmið
Þessi fallega þakíbúð er staðsett í hjarta Berlínar. Íbúðin er á tveimur hæðum með góðum svölum með útsýni yfir borgina og heitum potti. Íbúðin er hlýleg enda haldist við að sækja í kremaða undirtóna og fallegan við, látlaus húsgögn og fallega aukahluti. Það var Ando Design stofan sem sá um alla hönnun að innan og má með sanni segja að árangurinn er vægast sagt glæsilegur.
Suðrænn stíl á íbúðinni að utan – fallegt um að litast á svölunum
Gróðurinn á svölunum setur skemmtilegan svip á umhverfið
Góð aðstaða til að njóta matar undir berum himni
Stofan, borðstofa og eldhús eru í stóru sameiginlegu rými.
Ljóst parket á gólfum
Stílhrein og einföld húsgögn í stofunni gera hana svolítið tímalausa í hönnun
Takið eftir lömpum og og vösum í stíl sitthvoru megin við sófann – setur royal svip á setustofuna á efri hæðinni
Gluggarnir eru stórir með góðu útsýni í þrjár áttir
Hérna er sniðug lausn þegar setustofa eða sjónvarpsherbergi er ekki á sömu hæð og eldhúsið, takið eftir skápnum sem hylja litla eldhúsinnréttingu með skápum, kaffivél og vaski
Séð inn í eldhúsið
Glerhurðir úr holinu inn í alrýmið
Dökkur viður setur sterkan svip á holið – kemur vel út
Svefnherbergið er geggjað
Hlýir tónar og vel skipulögð lýsing gerir það að verkum að manni langar að hanga í svefnherberginu
Inn af svefnherberginu er glæsilegt baðherbergi með baðkari og tveimur sturtum
Eldstæði skilur að baðherbergið og svefnherbergi
Fallegt vinnuherbergi með töff legubekk
Bara nice að fara í pottinn og horfa yfir Berlín