Kringlukröss er vinsælasta appið á Íslandi í dag

Það er ekki spurningaleikur sem trónir á toppi listans yfir vinsælustu öppin á Íslandi í dag, heldur Kringlukröss. Yfir 25.000 Íslendingar hafa sótt Kringlukröss, nýjan leik Kringlunnar sem fór í loftið fyrir stuttu síðan en leikurinn markar í raun tímamót í markaðssetningu hér á landi og yfir 330.000 leikir hafa verið spilaðir.

Kringlukröss er einfaldur tölvuleikur þar sem markmiðið er að raða saman jólakúlum af sama lit og verða sér um leið út um afslátt hjá verslunum og fyrirtækjum í Kringlunni. Því fleiri kúlum sem notandi appsins nær að raða saman, því hærri verður afslátturinn.  Afsláttarkóðinn er síðan sendur í síma eða tölvu spilarans og honum framvísað í viðeigandi verslun eða fyrirtæki Kringlunnar. Afslátturinn gildir til áramóta. Þá er hægt að deila árangri sínum á Facebook þar sem vinir geta aðstoðað eða hreinlega keppt sín í milli.

„Þessi nýjung í markaðssetningu hefur heldur betur hitt í mark og Kringlukröss rækilega stimplað sig inn sem vinsælasti leikurinn í dag. Við erum að vonum ánægð og þakklát fyrir frábærar viðtökur,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar.

Í Kringlukrössi er hægt að vinna afslátt af fjölmörgum vörutegundum hjá 30 fyrirtækjum og verslunum og í mörgum tilfellum er afslátturinn verulegur. Meðal vinninga má nefna iPhone 5s frá iStore, 100.000 kr. gjafakort í Kringlunni, dúnúlpa frá 66°, KitchenAid hrærivél frá Byggt og Búið, iPhone 5c frá Vodafone, inneign í Hagkaup, inneign í verslunum NTC og Bestseller og ársbirgðir frá Domino´s.

Vörunum er skipt í níu flokka og er stigakeppni í hverjum þeirra sem stendur yfir til Þorláksmessu. Þá fá stigahæstu spilararnir veglega jólagjöf að launum.

SHARE