Umboðsmaðurinn, rithöfundurinn og raunveruleikastjarnan Kris Jenner gefur dætrum sínum ekkert eftir. Hin 59 ára gamla Kris er í fantaformi og stundar líkamsrækt af kappi. Hún hefur verið í fríi ásamt fjölskyldu sinni á St.Barts undanfarið og notið lífsins til hins ítrasta. Þessar myndir náðust af Jenner á meðan hún var á göngu um ströndina með Kim Kardashian og hárgreiðslu- og förðunarmeistara fjölskyldunnar, Joyce Bonelli.
Sjá einnig: Kris Jenner brotnar niður í návist Caitlyn Jenner