Krukkur míns daglega lífs

Ég nota krukkur mikið hérna heima, og hérna eru 2 dæmi um hvernig ég endurnýti þær.

Ég keypti ódýr plastdýr, límdi þau á lokin og skrayjaði svo yfir allt saman. Þetta eru hróskrukkur barnanna minna, þegar ég vil hrósa þeim þá skrifa ég það á miða og set í krukkuna. Ég get svarið það, stundum stækka þau um nokkra cm við þetta.

Svo er ég með aðra krukku í eldhúsglugganum sem á stendur 2018. Á hverjum degi skrifa ég einhverja góða minningu frá deginum og set ofan í krukkuna og eftir árið þá á ég krukku fulla af góðum minningum. Þetta tekur engan tíma, oft skrifa ég setninguna mína á meðan ég elda kvöldmat eða er að raða í uppþvottavélina, en að sjá krukkuna fyllast er ómetanlegt.

SHARE