Þetta er EKKI djók. Krumputeygjurnar lifa. Og þær eru komnar í tísku aftur. Brúskaðar, litríkar og einkennilega stórar.
Níundi áratugurinn litaðist að mestu af krumputeygjum, sem í fyrstu þóttu dulúðugar, þá kvenlegar og að lokum ómissandi. Því næst pínu hallærislegar og skyndilega hurfu krumputeygjurnar í kjölfarið – jafn skyndilega og þær birtust.
Á Instagram er hins vegar að finna alveg ótrúlegan reikning sem ber einfaldlega heitið scrunchiesofinstagram þar sem trendið er mært, dásamað og hafið upp til hæstu skýja.
Og þá er ekki eftir neinu að bíða, nostalgískar myndirnar tala sínu máli – krumputeygjurnar hafa snúið aftur!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.