Þessi fallega, litla íbúð er í miðborg Reykjavíkur, nánar til tekið við Leifsgötunar. Íbúðin er mikið endurnýjuð og er björt og falleg og skiptist í forstofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og stofu. Geymsla og þvotthús er í sameigninni.
Takið eftir glæsilegu parketi sem er í allri íbúðinni
Sprautulakkaðar hurðir gera ótrúlega mikið fyrir herbergið
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og plássið er vel nýtt
Smelltu á fyrstu myndina til að skoða myndaalbúmið.
Nánari upplýsingar veita Brandur Gunnarsson sölumaður í síma 897-1401 brandur@fastborg.is eða Úlfar Þór Davíðsson löggiltur fasteignasali í síma: 897-9030 / 519-5500 ulfar@fastborg.is.
Tengdar greinar:
230 fm íbúð á tveimur hæðum í Kópavogi
Fataherbergi: Draumur í dós
Þakíbúð á Laugaveginum
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.