Engu skiptir hvað yfir veröldina dynur, alltaf er hægt að bæta í þegar að málefnum hjartans kemur – yfirkrútta – faðmlög verða seint vanmetin og vináttan er yndislegasta form samskipta sem um getur.
Svo eru það myndböndin – öll hjörtun – og ástin sem tekur á sig svo margar myndir.
Hér má sjá myndband sem notandinn Daniel Amos á Facebook gaf út fyrir stuttu – en drengurinn heldur úti hvatningarsíðu þar sem hann deilir krúttmolum á hverjum degi.
Væmni er enda yndisleg – það er alltaf rúm fyrir meiri ást í veröldinni!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.