Kryddeplakaka með pistasíum og karamellusósu

Þessi er öðruvísi og bráðnar í munninum á manni. Kemur úr stóru safni dásamlegra uppskrifta Matarlystar.

Hráefni

100 g smjör við stofuhita
250 g sykur
200 g hveiti
2 egg
1 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
½ dl mjólk
2 stk græn epli
1 poki pistasíur ca 100 g gott er að taka frá væna lúku ef þið viljið skreyta kökuna.

Aðferð

Smjör og sykur þeytt þar til komið er vel saman. Einu eggi í einu bætt út í þeytt vel á milli.
Þurrefnum blandað saman og bætt út í blönduna ásamt mjólk hrærið þar til komið er vel saman í ca 30 sek .

Epli skorin niður í bita, pitasíur saxaðar gróft þessu bætt út í deigið með sleif í lokin.
Setjið deigið í bökunarform smellu 22 cm sem þið eruð búin að smyrja að innan og dass af hveiti í.

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur, bakið í u.þ.b 50-60 mín fer eftir ofnum, athugið hvort hún sé klár með því að stinga prjón ofaní ef hann kemur þurr upp er hún klár.

Karamellusósa

Hráefni

225 g sykur
40 g smjör
120 g rjómi
½ tsk salt ef vill (þá er þetta saltkaramella)

Aðferð

Sykur bræddur við vægan hita á pönnu, setjið smjörið út í hrærið saman þar til samlagast, hellið rjómanum út á hrærið þar til fer að þykkna og verður slétt og fellt,(bætið salti út í um leið og rjóma ef þið viljið saltkaramellu) kælið um stund.

Hellið að lokum hluta yfir kökuna.

Berið fram með þeyttum rjóma og eða ís. Ásamt restinni af karamellusósunni. Einnig er hún góð ein og sér.


Sjá einnig:

SHARE