Kurltoppar 

Þessi uppskrift frá Eldhússystrum er algjört must um jólin

Kurltoppar

3 eggjahvítur

200g púðursykur

150g súkkulaði

150g lakkrískurl

Eggjahvíturnar og púðursykur er stífþeytt – það er ekki hægt að ofþeyta þannig að þeytið þangað til þið eruð alveg viss um að þetta sé alveg nógu vel þeytt. Á meðan eggin þeytast er fínt að hakka niður súkkulaðið.

Hrærið lakkrískurli og súkkulaðið varlega saman við eggin og setjið á bökunarpappír.

Bakið við 150°C í 12-15 min, þá verða þær mjúkar en ekki stökkar 
Látið þær kólna áður en þær eru teknar af bökunarpappírnum.

SHARE