Kvíðaþynnkan

Fyrir ári síðan skrifaði ég þennan. Kvíðaþynnkan.

Eftir kvíðaköst er ég alltaf uppgefin. Þau gjörsamlega sjúga úr mér alla orku og svo er alveg bókað mál að ég sef illa nóttina eftir kast af því að mér líður ekki vel, skemmtilegt.

Eins og í dag er ég búin að vera alveg á mörkum þess að það hellist yfir mig mega kvíði. Er með nettan hnút í maganum og er búin að vera þvílíkt eirðalaus og get ekki hætt að gnísta tönnum.

Sjá einnig: Kona skrifar leiðbeiningar fyrir kærastann um kvíða

Svo er eiginlega það sem ég á mest bágt með að höndla er að vera hrædd við að fá kvíðakast. Þannig er ég búin að vera í dag og þá er þetta eiginlega komið útí það að ég fæ kast. Það gengur yfir og svo byrja ég að finna fyrir þessum líkamlegu einkennum og fæ þá í rauninni kvíða yfir því að vera að öllum líkindum að fá annað kast af því að mér líður svo illa á meðan á þeim stendur, vítahringur sem ég hata!

Svo sef ég illa af því mér líður ekki vel og líður ekki vel af því að ég svaf illa. Þetta er eins og einhver fáránlegur farsi sem ég veit ekki hvað ég get gert í. Ég nota HAM (Hugræna atferlismeðferð) mikið og það hjálpar mér, svo reyni ég að stunda gjörhygli (eða mindfulness á ensku)  og það hjálpar mér líka helling. Stundum hjálpa þessi verkfæri mér ekkert og ég verð bara að leyfa kvíðanum að koma, vera og fara svo.

Sjá einnig: „Mun berjast við kvíða og þunglyndi allt mitt líf“

Ég veit ekkert hvert ég er að fara með þetta en ég þurfti að koma þessu frá mér.

SHARE