Britney Spears hefur heillað Breta upp úr skónum að undanförnu en hún kom fram á tónleikum í London´s Roundhouse á þriðjudaginn. Hún hafði ekki komið til Bretlands í tvö ár þegar hún kom þangað núna. Hún sagði í viðtali við The Sun að hún sé miklu ánægðari núna, á fertugsaldrinum, en þegar hún var á þrítugsaldrinum. „Þrítugsaldurinn var hræðilegur en mér fannst gaman að vera unglingur. Núna á fertugsaldrinum er lífið æðislegt og ég veit hver ég er,“ sagði Britney.
Sjá einnig: Britney Spears er KOMIN aftur
Britneys sagði líka að henni fyndist börnin hennar vera að stækka alltof fast og hún er ekki spennt fyrir unglingsárum drengjanna sinna, 10 og 11 ára. „Þetta er svolítið skrýtið og ég er stressuð því ég veit það er ógnvænlegt að vera táningur.“