Þær eru ófáar stórmyndirnar sem fá framhald núna á þessu nýbyrjaða ári. Sumar myndir eiga auðvitað ekki að fá neitt sem heitir framhald. Hvað þá í fleiri en eitt skipti og fleiri en tvö. Slíkt á vissulega til að mislukkast. Nema kannski þegar um ræðir Die Hard.
Hver er ekki til í að horfa á Bruce Willis passlega skítugan og sveittan fjórar myndir í röð? Ég er til. Alla daga, alltaf.
Ég hef séð bæði Taken 1 & 2. Man samt lítið hvort þær vöktu áhuga minn, spennu eða kátínu almennt. Ef Liam Neeson er á skjánum þá stend ég ekki upp fyrr en myndin er búin. Ég kem til með að sjá þessa. Helst á stórum skjá. Ó, Liam.
Æ, ég veit ekki. Sú fyrri var ágætis vitleysa. Ekkert sem ég myndi nenna að sjá tvisvar. Og nenni ég nú ýmsu. Í síðustu mynd fór tímavélin, í formi nuddpottar einhvers konar, með fjórmenningana aftur í fortíðina. Nú skutlar potturinn góði þeim 10 ár fram í tímann. Spennandi? Nah, ég þori ekki að gera mér neinar vonir.
Ég játa mig seka. Ég hef aldrei séð þessar ógnarhröðu Fast and the Furious myndir sem svo margir halda vart vatni yfir. Það sem vekur áhuga minn á þessari er að Paul Walker dó á meðan myndin var í framleiðslu. Bræður hans tveir sáu um að ljúka hlutverki hans. Nokkuð áhugavert það.
Almáttugur minn, af því sú fyrri var ekki nógu leiðinleg? Að vísu fékk hún metaðsókn og skilaði inn einhverjum gífurlegum fjárhæðum. Jæja, kannski er það bara ég sem er leiðinleg.
Mark Ruffalo í hlutverki The Hulk nægir mér. Ég ætla að sjá þessa. Namm, Mark. Og Hulk.
Framhald af hinni æsispennandi Jurassic Park seríu. Mögulega er ég að fara dálítið glæfralega með orðið æsispennandi. Steven Spielberg kemur að vísu hvergi nálægt þessari mynd. Risaeðlur? Voru hinar þrjár myndirnar ekki alveg nóg? Jú, alveg feikinóg, takk.
Óviðeigandi bangsagarmurinn var fyndinn í fyrra skiptið. Sjáum hvað setur í þetta sinn.
Fæst orð bera minnsta ábyrgð.
The Hunger Games: Mockingjay Part 2
Ég er mikill aðdáandi Hungurleikanna. Þó er ég ennþá í fýlu yfir því að síðasta hlutanum hafi verið skipt í tvennt. Bömmer sem kostar mig tvo bíómiða. Og ómælda bið.
Fleiri myndir sem fá framhald árið 2015:
The Woman in Black 2: The Angel of Death
The Second Best Exotic Marigold Hotel
Paranormal Activity: The Ghost Dimension
Crouching Tiger Hidden Dragon: The Green Legend
Maze Runner: The Scorch Trials
Tengdar greinar:
Uppáhalds jólamyndirnar
Stjörnunum breytt í Disneyprinsessur, prinsa og skúrka – Myndir
Brad Pitt breikdansar gegnum heilt kynningarviðtal
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.