Kviknaktir dýralæknanemar sprella í ástralskri náttúru

„Æ, okkur langaði bara ekkert til að fara hefðbundar leiðir og snara upp smákökubás, grillveislu og servíettusölu. Við ákváðum þess vegna að ganga alla leið, rífa okkur úr fötunum og vera hugrökk. Okkur langaði að vera skapandi, skemmtileg og bjóða upp á smekklegt og listrænt dagatal. Og þar kemur nektin við sögu,” sagði Angela Davey, ábyrgðarmaður nektardagatals ástralskra dýralæknanema í viðtali við Buzzfeed, aðspurð hvers vegan heill árangur hefði rifið sig úr fötunum frammi fyrir myndavélum og berað bossann í fjáröflunarskyni fyrir skemmstu.

enhanced-buzz-wide-14521-1413890019-14

„Við erum sterkur og samheldinn hópur sem heldur sitt síðasta skólaball rétt fyrir útskrift ásamt fjölskyldu og vinum. Þegar að útskrift kemur mun hópurinn hafa ferðast saman í tæp fimm ár, en við erum þéttur kjarni og mörg okkar munu eflaust fella tár síðasta daginn þar sem við eigum sennilega aldrei eftir að hitta suma skólafélaga okkar aftur”.

Útkomuna má sjá hér á þessum ljósmyndum, en árgangurinn reif sig úr hverri spjör og út í guðsgræna, ástralska náttúruna hlupu sprellandi og tístandi dýralæknanemar sem allir útskrifast brátt úr skóla og beruðu sitt allra heilagasta fyrir linsu ljósmyndarans.

 

enhanced-buzz-wide-14556-1411022874-7

Tilgangur dagatalsins mun þó öllu uppbyggilegri en sá að stríplast að ástæðulausu, en löng hefð mun innan skólans fyrir því að útskriftarnemar ánafni góðgerðarsamtökum allan ágóða og varð slökkviliðið í bænum fyrir valinu þetta árið. Þó mun hluti fjármagns af sölunni renna til útskriftardansleiksins sem nemarnir standa fyrir, en allt umframfjármagn verður notað til að styðja við slökkvistarf á strjábýlum svæðum og styrkja þannig fámennar slökkvideildir innan sýslunnar.

enhanced-buzz-wide-26749-1413889575-22

enhanced-buzz-wide-3075-1411022740-22

 

„Við vorum öll rosalega stressuð og spennt þegar við mættum á landareignina, en vissum ekkert með hverju við áttum að búast. Þegar loks kom að því að taka fyrstu ljósmyndina, þorðu ekki allir að stíga fram. Það voru þau hugrökkustu sem tóku af skarið.”

 

enhanced-buzz-wide-6785-1413888914-30

enhanced-buzz-wide-3667-1411022695-8

 

„Allt þar til smellt var af fyrstu myndinni, held ég að flest okkar hafi reiknað með því að við gætum verið í nærfötum á flestum myndunum og troðið einhverju fyrir okkar allra heilagast eða raðað okkur fyrir aftan dýrin svo allir héldu að við værum berrössuð. En ljósmyndarinn hafði aðrar hugmyndir og ég held að öllum hafi brugðið rosalega þegar hún skipaði okkur úr ÖLLUM fötunum. Þar með var fyrsta steininum kastað og allt í einu þurftum við að takast á við þá staðeynd að við vorum berrössuð með öllum bekkjarfélögum okkar úti í guðsgrænni náttúrunni.”

 

enhanced-buzz-wide-16973-1413889834-16

enhanced-buzz-wide-13240-1411022595-8

„Sem betur fer er andinn í bekknum uppbyggilegur og hópurinn samanstendur af frábæru fólki. Svo nektarstríplið í náttúrunni var bara jákvæð reynsla fyrir okkur öll. Við hvöttum hvort annað áfram. Og það skipti miklu máli.”

enhanced-buzz-wide-26729-1413889915-6

enhanced-buzz-wide-17215-1411022826-6

 

„Í hvert sinn sem ljósmyndarinn hafði lokið við einhverja tökuna klappaði allur hópurinn fyrir fyrirsætunum. Fagnaðarlæti brustu út og gleðin var við völd allan tímann.”

 

enhanced-buzz-wide-26729-1413889970-16

enhanced-buzz-wide-7298-1411023117-6

 

Dagatalið sjálft hefur nú verið sett í sölu og eru pantanir teknar að streyma inn, en Angela segir hópinn himinlifandi. „Nektarmyndirnar höfðu mjög sterk og jákvæð áhrif á allan árganginn. Það færði okkur nær hverju öðru ef eitthvað er.”

Hægt er að kaupa dagatalið HÊR

SHARE