Rekinn úr skóla fyrir að kýla skólastjórann

Annþór Kristján Karlsson kom í podcastið með Sölva Tryggva a dögunum. Annþór er sa eini sem ber þetta nafn hér á landi og er skírður eftir draumförum móður hans en hana dreymdi nafnið Annþór. „Það boðaði ólukku að skíra ekki eftir draumum svo ég var skírður þessu nafni.“

Kýldi skólastjóra sinn

Annþór var einkabarn móður sinnar og segir sjálfur að hann hafi verið ofsalega dekraður sem barn og svakalega frekur. Hann rifjar upp að þegar hann var á leikskóla og grunnskóla, var hann farinn að lemja samnemendur sína. Móðir hans var kölluð til og þegar henni var sagt að hann hefði lamið börnin, sagði móðir hans bara flatt út: „Nei hann Annþór minn gerir ekki svona“.

Um 11 ára aldurinn var Annþór rekinn úr Vesturbæjarskóla fyrir að kýla skólastjórann sinn og þá var hann lagður inn á BUGL í kjölfarið. Síðar fer hann svo í Hagaskóla.

Annþór segir að mamma hans hafi ekki refsað honum fyrir slæma hegðun og segir að kannski hefðu hlutirnir farið öðruvísi ef hann hefði átt pabba sem skammaði honum. „Ég hefði haft gott af því að vera skammaður og einhver agi hefði verið á mér. Mömmu fannst ég aldrei gera neitt rangt.“ Þegar Sölvi spyr hvort honum detti í hug hvort hefði verið hægt að gera eitthvað fyrir hann þegar hann var barn segir Annþór: „Ég hefði haft gott af því að fara í sveit, eins og var svo mikið á þessum tíma. Ekki þannig að það sé verið að hrúga mörgum vandræðaunglingum saman á einn bæ, heldur bara einn á hvern bæ og bændum borgað fyrir að taka þá að sér.“

Óreglan jókst

Óreglan var orðin töluverð um 13-14 ára aldurinn og segir Annþór að hann hafi verið fullur allar helgar. Fíkniefnin komu svo til sögu hjá honum þegar hann var 18-19 ára og segir hann að þá þegar hafi margir vinir hans verið farnir að sprauta sig. „Ég var klárlega orðinn alkóhólisti strax á þessum tíma,“ segir Annþór.

Árið 1997 fór Annþór í fangelsi í fyrsta sinn fyrir líkamsárás.

Fór inn sem krimmi en kom út sem glæpamaður

Þegar Annþór fór inn í fangelsi var hann að eigin sögn smáglæpamaður og slagsmálahundur, en þegar hann kom út var hann orðinn glæpamaður. „Ég hafði öðlast sambönd og fór strax að flytja inn fíkniefni og ég breyttist,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi verið orðinn miklu skipulagðari í sínum glæpum.

„Ungir glæpamenn eiga ekki heima með eldri glæpamönnum. Ég hef alltaf sagt það,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi litið upp til eldri glæpamanna þegar hann var í fangelsinu.

Þekktur handrukkari

Annþór notaði amfetamín mikið þegar hann byrjaði í fíkniefnaneyslu. Sölvi spyr hvort honum hafi fundist það breyta honum: „Gerði það þig forhertari eða siðblindari?“

„Ég veit það ekki. Margir hafa sagt við mig í gegnum tíðina að ég sé svo siðblindur og að sumu leyti er ég það, en að öðru leyti bara alls ekki,“ segir Annþór. „Ég gæti ekki verið til dæmis að svindla á þér.“ Sölvi bendir þá á að Annþór sé mjög þekktur fyrir að handrukka og Annþór svarar því að bragði að hann sé að rukka einhvern sem skuldar öðrum pening og tekur hann sem dæmi verktaka sem svíkst um að borga undirverktaka sínum.

„Hvað felst í að vera handrukkari?“ spyr Sölvi þá.

„Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör,“ segir Annþór en bætir við: „Það eru fengnir menn sem eru þekktir fyrir að vera vægðarlausir slagsmálahundar. Það er ekkert alltaf verið að berja alla.“ Handrukkun er að Annþórs sögn, meira til að hræða fólk til að borga frekar en að berja einhvern til að hann borgi.

Annþór segir að það sé ekki mikið um skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. „Það eru bara allir að gera sitt. Enginn sem á fíkniefnamarkaðinn, eða neitt svoleiðis.“

Fékk fíkniefni í pósti

Annþór segir að hann hafi, sem fyrr segir, að hann hafi í byrjun á fíkniefnaspyglinu látið senda fíkniefni með bréfpósti. Hann hafi svo fljótlega farið að flytja meira og meira inn. Hann flutti inn allskonar lyf en var stór á Ecstasy.

„Ég fer inn í fangelsi aftur 2005 fyrir líkamsárás og var meira og minna í fangelsi til 2017. Ég slapp út og fór fljótt inn aftur,“ segir Annþór. Sölvi spyr um hið fræga skipti sem Annþór stakk af af lögreglustöðinni.

Hann segir að honum hafi áskotnast allskonar hlutir úr hjólastól í einhverri geymslu og brotist út úr fangelsinu á ævintýralegan hátt.

Aðspurður um hversu örugg fangelsin á Íslandi sé segir Annþór að eftirlitið sé alveg ágætt en það sé frekar innviðið sem sé ekki í lagi. Hann segir líka að Litla Hraun sé alveg nógu stórt og það þyrfti frekar á vera til fleiri fangelsi eins og Kvíabryggja.

Var að múta lögreglumönnum

Sölvi segir að hann hafi oft heyrt af því að stórir glæpamenn hafi oft verið með einhverja „innanbúðarmenn“ með sér í liði og hvort það hafi verið svoleiðis hjá honum.

„Já“ svarar Annþór að bragði. „Það var þannig að ég var með á sínum tíma tvo lögreglumenn sem ég borgaði mánaðarlega. Það var verið að láta mig vita að verið væri að hlera mig núna eða að þeir væru að hlera mig núna.“

„Hvernig fara svona samskipti fram?“ spyr Sölvi og Annþór segir að þetta hafi farið í gegnum óskráð frelsisnúmer og hann hafi komið peningum á ákveðinn stað.

Í dag starfar Annþór sem smiður og segir að það hafi oft unnið gegn honum að hann sé þekktur úr glæpaheiminum. Hann er lærður húsasmiður en er þar að auki með stúdentspróf.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here