Kylie Jenner sagði fá því í viðtali við tímaritið InStyle á dögunum að móðir hennar, Kris Jenner, hefði ekki látið hana fá krónu síðan hún var 14 ára gömul. Að sögn Kylie hefur hún alfarið séð um sig sjálf síðustu þrjú árin.
Ég borgaði fyrir bílinn minn. Ég borga bensínið á hann. Ég borga matinn minn. Ég kaupi fötin mín sjálf.
Sjá einnig: Já! Kylie Jenner viðurkennir L O K S að hafa farið í varastækkun!
Sjá einnig: Kylie Jenner: Orðin þreytt á frægðinni
Kylie á sennilega ekki í neinum vandræðum með það að sjá fyrir sér sjálf. Hún er jú bæði raunveruleikastjarna og vinsæl fyrirsæta. Kylie hefur til dæmis unnið með merkjum á borð við OPI, Steve Madden og Nip + Fab.