Fyrir rétt rúmlega viku flutti hver einasti slúðurmiðill fréttir af því að sambandi raunveruleikastjörnunnar, Kylie Jenner og rapparans Tyga, væri lokið. Örfáum dögum seinna sáust þau svo hönd í hönd á American Music Awards hátíðinni og heimurinn hætti næstum því að snúast. Spjallþáttadrottningin Ellen Degeneres fékk Kylie til sín og spurði hana spjörunum úr – og svo virðist sem hin meintu sambandsslit hafi verið uppspuni frá rótum.
Sjá einnig: Kylie Jenner og Tyga eru hætt saman