Kylie Jenner (19) og Tyga (27) eru hætt saman og í þetta skipti segja slúðurmiðlarnir að þetta sé í seinasta sinn sem þau hætta saman. Kylie hætti með Tyga en þau hafa verið saman í eitt og hálft ár.
Sjá einnig: Kylie Jenner frumsýnir nýtt hár í New York
Samkvæmt heimildum HollywoodLife var Kylie komin með nóg af því hvað Tyga er kærulaus með peninga og það sé aðalástæðan fyrir því að hún hætti með honum. Hin ástæðan er einfaldlega að Kylie og Tyga voru búin að þroskast í sundur. “Kylie er orðin kona og finnst kominn tími til að breyta lífi sínu. Hún er tilbúin að halda áfram með líf sitt,” sagði heimildarmaður HollywoodLife.