Kylie Jenner er víst búin að fara í varastækkun – þvert á það sem hún hefur áður sagt opinberlega – og það sem meira er, ákvörðunin var byggð á óöryggi.
Sjá einnig: VAR�Ð: Kylie Jenner áskorun getur valdið varanlegum skaða – EKKI FYRIR VIÐKVÆMA
Að sjálfsögðu leggur Kylie spilin á borðið í nýjasta þætti KUWTK sem sýndur verður vestanhafs nk. sunnudag og má sjá klippuna hér að neðan – þar sem Kylie, óörugg og hikandi segir Khloe að hún undrist allar þær spurningar sem hún hefur fengið.
Ég meina, fólk hefur bara ekkert verið að spyrja mig að þessu fyrr en núna. Ég er bara óörugg – ég er ekki ánægð með útlit mitt.
Stúlkan segir einnig að henni líði illa yfir þeim árásum sem andlitsfall hennar hefur sætt á samskiptamiðlum og að hún taki allar eftirhermurnar nærri sér – enda ekki nema von, ungmenni hafa skorið andlit sitt, sprengt varirnar, afskræmt kjálkasvipinn og svona mætti lengi áfram telja. Allt síðan Kylie fór í sína fyrstu varastækkun.
AGALEGT!
Sjá einnig: Kylie Jenner: Fáklædd og frekar skrautleg á Coachella
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.