Kylie Minogue og Joshua Sasse eru að fara að ganga í hjónaband á Ítalíu í næsta mánuði. Hin ástralska Kylie er 48 ára og unnusti hennar er 28 ára gamall en samkvæmt Hello! er brúðkaup í vændum.
Sjá einnig: Þetta er það fyndnasta sem þú sérð í dag – Hugh Jackman og Kylie Minogue í hláturskasti!
Heimildarmaður blaðsins sagði að Joshua hafi sagt vinum sínum frá því hver áform þessara turtildúfna væri en þau eru víst mjög ástfangin, þrátt fyrir að vera á sitthvorum hluta hnattarins þessa dagana.