Kynfæri skíðagarps frusu

Gönguskíðamaðurinn Remi Lindholm, frá Finnlandi, lenti í því á laugardaginn að viðkvæmur líkamspartur á honum fraus. Remi var að taka þátt í 50 km göngu á skíðum á Ólympíuleikunum í Peking, þegar atvikið átti sér stað. Hann lenti í 28. sæti og þegar hann kom í mark fékk hann hitapoka til að afþýða kynfæri sín, eftir því sem Guardian segir. „Giskið endilega á hvaða líkamshluti var frosinn á mér,“ sagði Remi í viðtali og bætti við: „Þegar líkamspartarnir fóru að hitna aftur var sársaukinn óbærilegur.“

Sjá einnig: 12 ára drengur látinn vegna eineltis

Skipuleggjendur leikanna höfðu haft áhyggjur af keppendum vegna frosts á laugardaginn, og þeir styttu á endanum keppnina um 20 km, sem gerði það að verkum að hún var aðeins 30 km löng. Remi sagði við fréttamenn að þetta hefði verið ein efiðasta keppni sem hann hefði tekið þátt í. Gönguskíðamenn klæðast léttum fötum og undirfötum og eru með plástra sem hylja hluta andlits og eyru.

SHARE