Það er ömurlegt veður úti. Það nennir enginn út í rómantískan göngutúr. Eða rúnta Laugaveginn lepjandi ís. Ekki að ræða það. Hvað er þá hægt að gera? Jú, það má bregða á leik innan veggja svefnherbergisins. En ekki hvað!
Hérna eru fáeinir leikir sem eru vel við hæfi í skítaveðri sem þessu. Já, verði ykkur að góðu.
1. Farið í veðmálsleik eða spilið spil þar sem sá sem tapar fær ákveðið verkefni. Æsandi verkefni, auðvitað. Þau geta til dæmis verið að fækka fötum, segja frá leyndum órum í dónalegri kantinum eða að klæða sig upp í æsandi undirfatnað. Hér má gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
2. Notið erótískar áskoranir til þess að feta ókannaðar brautir í ástarlífinu. Manaðu maka þinn til þess að gera eitthvað sem þið hafið aldrei prufað áður.
3. Matur, matur, matur. Útbúið hlaðborð á líkama hvors annars, (nei, ekki um leið) byrjið á hálsi og borðið ykkur leið niður að sælunni. Hér er gott að nota til dæmis jarðarber og rjóma. Nammi namm.
4. Stjórnaðu maka þínum algjörlega á meðan þið elskist, segðu honum eða henni nákvæmlega hvað þú vilt.
5. Farið í ástarleik með rjómaís. Setjið ís á geirvörtur, maga og sköp. Snæðið síðan með bestu lyst. Og nóg af tungu.
6. Búið ykkur til æsandi hlutverkaleik. Ekki er verra ef búningar koma við sögu.
7. Einnig má færa leikana inn á baðherbergi. Örvið hvort annað með sturtuhausnum, þvoið kynfærin hvort á öðru vel og lengi og kyssist á meðan vatnið rennur yfir andlitin á ykkur.
Heimild: Örvandi ástarráð e. Anne Hooper.
Góða skemmtun!
Tengdar greinar:
Gefðu honum unaðslegt og erótískt nudd
Níu leyndarmál sem fæstir karlmenn viðurkenna fyrir konum
Fjórar einfaldar leiðir til að krydda Trúboðann