Kynlíf foreldra – Hvernig gerið þið þetta?

Allt í einu sé ég litla skuggaveru standa í dyragættinni. Mér kólnar snögglega. Ég tek fæturnar af öxlunum á manninum mínum og grúfi mig í sængina og hugsa með mér: „Ég hefði átt að læsa and***** hurðinni.“

 

Það, að finna tíma og tækifæri til þess að stunda kynlíf eftir að maður verður foreldri getur verið heljarinna púsluspil. Það skiptir engu máli hvort þú ert í stuði lengur. Ef tækifærið gefst, þá grípið þið það án þess að spá of mikið í það.

Það er stundum eins og börn finni það á sér þegar eitthvað er í gangi sem ekki snýst um þau, eins og laumulegt nammiát, símtöl, kynlíf og fleira. Þau mæta á staðinn.

Það er samt sem áður mikilvægt að halda í nándina til að sambandið sé hamingjuríkt og það eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga, þegar kemur að kynlífi eftir barneignir.

 

1. Minnkaðu væntingarnar. Ekkert foreldri hefur orkuna til þess að eiga afburða frammistöðu í rúminu eftir að hafa eytt öllum deginum í að sinna endalausum þörfum lítilla einstaklinga. Brjálæðisleg villta kynlífið sem þið áttuð áður víkur fyrir hvísli, niðurbældum stunum og feluleikjum undir sænginni. Sættið ykkur við að forleikurinn getur ekki alltaf tekið langan tíma. Takið einn stuttann. Ef þú hefur aldrei haft áhuga á kynlífi á morgnana, ættirðu að reyna að venjast því. Morgnarnir geta orðið frábær tími til að stunda smá kynlíf.

2. Staðsetning skiptir öllu. Þeir sem eiga börn sofa sjaldnast heila nótt ein í hjónarúminu og þurfa oftar en ekki að deila því með afkvæmunum. Þið verðið að aðlagast þessum aðstæðum. Eruð þið með gestaherbergi? Frábært! Baðherbergishurðum er yfirleitt hægt að læsa og þá er sko hægt að „go wild“. Ertu með bílskúr? Enn betra.

3. Gerðu marga hluti í einu. Þú ert örugglega nú þegar orðin snillingur í því að gera marga hluti í einu. Þú getur stundað kynlíf, hlustað eftir utanaðkomandi hljóðum og haft annað augað á hurðinni. Einbeittu þér samt mest að kynlífshlutanum, ótrúlegt en satt þá venst þetta.

4. Daðraðu við maka þinn. Feldu þig í þvottahúsinu í nokkrar mínútur. Danglaðu aðeins í hann þegar þú gengur framhjá honum. Láttu maka þinn vita að hvað sem þau eru að gera og hverju sem hann klæðist þá finnist þér hann æði. Ekki gefa bara í skyn, segðu það sem þú ert að hugsa. Fáðu barnapíu sem getur jafnvel passað börnin heima hjá sér. Fáið ykkur smá tíma ein og þið verðið endurnærð og mömmur það er bannað að fá samviskubit.

5. Ykkar herbergi er ykkar herbergi. Það getur verið að auðvelda leiðin sé að hleypa börnunum alltaf upp í rúm, í staðinn fyrir að fara með þau í sitt herbergi. Þið eruð foreldrar en þið eruð líka manneskjur. Ekki leyfa börnunum að taka svefnherbergi ykkar yfir. Ekki venja börnin á að samverustundir eins og að horfa á teiknimyndir eigi að eiga sér stað í ykkar svefnherbergi. Leyfið þeim frekar að horfa á teiknimynd frammi og þið getið farið inn í herbergi og „kúrt“ aðeins lengur.

6. Þú verður að segja ósatt.

„Nei ástin mín, pabbi var að kitla mömmu. Farðu aftur að sofa….“
„Nei pabbi er ekki með mömmu í sturtunni. Hann er kannski inni í herbergi. Farðu og gáðu….“
„Nei ég veit ekki af hverju barnaolían er á náttborðinu. Kannski var systir þín með hana…“

7. Slakið á. Í alvöru, þið verðið að slaka á. Það að stressa sig yfir kynlífinu er ótrúlega leiðinlegt. Þið stunduðuð kynlíf (þátíð), eignuðust barn og þau breyttu lífi ykkar. Nú verðið þið að aðlagast því. Verið hugmyndarík og gleymið formlegheitunum. Teiknimyndirnar eru vinir ykkar. Látið þetta ganga. Ef þetta gengur ekki í kvöld, þá skulið þið slaka á og reyna aftur á morgun…. eða í nótt.

Gangi ykkur vel

Heimildir: The stir & Health.com

 

SHARE