Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig? – Meyjan

Meyjan

24. ágúst – 23. september

Kynferðislegur stíll: „Flestir halda að Meyjan sé tepra en sannleikurinn er bara að Meyjan er bara kjarklaus,“ segir Phyllis. Meyjan vill stunda kynlíf í hreinu og ástríku umhverfi. Hún er ljúf, rómantísk og reglusöm og þrífst í rólegu sambandi og vill ekki eiga uppstökkan maka.

Þó Meyjan láti eins og hún sé hneyksluð þegar þú stingur upp á einhverju „dónalegu“, er hún lúmskt spennt. Ekki vera hrædd/ur við að stinga upp á nýjungum því henni finnst það gaman, alveg eins og þér.

Passar best við kynferðislega: Nautið, Steingeitin, Krabbinn, Sporðdrekinn og Fiskurinn.

Það sem kveikir í Meyjunni: Hrein rúmföt, stefnumót og rútína. Komdu fram við Meyjuna af varfærni, keyptu handa henni gjafir og lestu fyrir hana ljóð. Hún elskar gamaldags rómantík.

Það sem kemur Meyjunni úr stuði: „Ekki henda Meyjunni á jörðina til að eiga hvatvíst kynlíf,“ segir Phyllis. „Meyjan hefur ekki áhuga á því.