Kynlífssenur í kvikmyndum eru svo vandræðalegar í framkvæmd!

Kynlífsenur eru eitthvað svo seiðandi í kvikmyndunum. Tælandi og lostafullar. Áreynslulausar og einhvern veginn svo kynþokkafullar. Er nema von að áhorfendur spyrji sig; hvað þarf maður að leggja á sig til að upplifa kvikmyndakynlíf?

Sannleikurinn er þó öllu annar og flóknari en ætla mætti í fyrstu, en taka kynlífssena er oftar en ekki þung í framkvæmd, allt annað en kynþokkafull og stundum hreint út sagt vandræðaleg.

Í þessari sjaldséðu senu, sem var skotin á tökustað við gerð myndarinnar Stretch, þar sem þau Brooklyn Decker og Patrick Wilson fara með aðalhlutverkin, má sjá þau kútveltast um á hjónarúmi og fylgja leiðbeiningum leikstjórans Joe Carnahan.

Og senan er vandræðaleg! Fyrst reyna þau að hagræða sér á beddanum og koma hverju öðru í skilning um að allt sé á sínum stað: „Nei nei, þetta er allt í lagi,” segir Brooklyn við Wilson.

Því næst flissa þau og þá fer hrikaleg senutónlistin af stað (sem á sennilega að leiða hugann frá vandræðaleika augnabliksins) og aðalleikararnir fara á fullt. Eða, þannig séð. Allt í plati.

„Frábært! Þetta var fullkomið! Tökum eina svona senu í viðbót og þá sver ég til Guðs að við erum komin með skotið! Frábærar samfarir!” segir leikstjórinn glaðlyndur í bakgrunni … og því næst kemur aðstoðarmaður með spreybrúsa og sprautar gervisvita á bak Patrick.

Kynlífssenurnar sem koma glæstar út á hvíta tjaldinu eru ekki alveg jafn sexí í nærmynd?

Samt. Það er einhver sjarmi yfir ferlinu engu að síður.

 

 

SHARE