Kyntákn vikunnar – Daniel Craig

Daniel Wroughton Craig er fæddur þann 2. mars 1968, í Chester á Englandi . Craig ólst upp nálægt Liverpool og naut þess að fara í leikhús með mömmu sinni og systur. Margir af vinum móður hans voru leikarar og má segja að leiklistar áhuginn hafi vaknar þar.

Craig flutti til London þegar hann var 16 ára og gekk þá í  National Youth Theatre , og síðar stundaði nám við Guildhall School of Music og Drama. Eftir útskrift var svo fyrsta frumraun Craig í kvikmyndinni „Teh Power One“ árið 1992  Má þá segja að ferill hans hafi farið af stað. 1996 lék hann í þáttaröð BBC Our Friends in the North Hann fékk mikið lof fyrir leik sinn í þessum þáttum og vann til nokkra verðlauna eins og British Academy Television Awards, vann fern verðlaun Royal Television Society Awards og landaði tveimur Broadcasting Press Guild Awards.

Annað mikilvægt hlutverk kom árið 1998 með kvikmyndinni „Love Is The Devil“ ævisaga um listamanninn Francis Bacon (leikinn af Derek Jacobi ) Craig var í aukahlutverki sem elskuhuginn George Dyer.  Það sama ár lék Craig lítið hlutverk í sögulegu verki um Elizabeth þar sem aðalhlutverki var í höndum Cate Blanchett.

 

daniel bb

Þessar myndir tók ljósmyndarinn Baldur Bragason við tökur á myndinni The Girl with the Dragon Tattoo

daniel bb1

Árið 2001 birtist hann ásamt Angelina Jolie í myndinni Tomb Raider/ Lara Croft og var eitthvað efninu tekinn upp á Íslandi.  Daniel er best þekktur fyrir að leika leyniþjónustumanninum James Bond síðan árið 2006. Hann tók við af Pierce Brosnan í þessu hlutverki. Þó að gagnrýnendur væru efins í fyrstu var leikurinn hans í Casino Royale vel tekið og hann var tilnefndur til BAFTA-verðlauna fyrir hann. Quantum of Solace kom út tveimur árum eftir það og þriðja myndin með hann í aðalhlutverki, Skyfall, var frumsýnd 23. október 2012. Síðan Craig byrjaði að leika James Bond hefur hann haldið áfram að leika í öðrum myndum, markverðast af öllu í ensku útgáfunni af The Girl with the Dragon Tattoo

daniel

Daniel Craig er í hörku formi.

daniel 2

Daniel er giftur leikkonunni Rachel Weisz og eiga eitt barn saman.

daniel 3

Glæsilegur í svöru og hvítu.

daniel 4

Hann er flottur hvort sem hann er í jakkafötum eður ei.

daniel 5

Kannski bara best að hafa hann á skýlunni!

SHARE