Ítalska leikkonan Sophia Loren er goðsögn í kvikmyndaheiminum. Hún er fædd í Róm 20.september 1934 Hún var alin upp Pozzuoli heimabæ móður sinnar við mikla fátækt þar. Hún hóf kvikmyndaferill sinn árið 1951 og varð fljótt talin ein af fallegustu konum í heiminum. Sophia var gift Ítalska leikstjóranum Carlo Ponti í um 50 ár eða þar til hann lést árið 2007 Sophia Loren býr í Geneva í Sviss.
Árið 1957 lék hún í sinni fyrstu Hollywood kvikmynd The Pride and the Passion en hún var tekin upp í Paris og lék hún á móti Cary Grant og Frank Sinatra. Á þessum tíma var mikill ástar þríhyrningur á milli hennar, Grant og Carlo Ponti sem var ítalskur leikstjóri. Báðir játuðu ást sína til hennar opinberlega og haft er eftir Sophia að hún hefði „skólaást“ á Grant en hún valdi Carlo Ponti og entist hjónaband þeirra vel og lengi. Fjölmiðar gerðu mikið grín að þeim og sögðu Carlo vera helmingur af hennar stærð og helmingi eldri en hún. En hjónaband þeirra varð farsælt og gátu þau haldið sér nánast fyrir utan fjölmiðlafár sem einkennir stjörnur í dag.
Ferill Sophia í ensku mælandi myndum hófst árð 1957 í „The Pride and the Passion,” á móti þeim Cary Grant and Frank Sinatra og „Boy on a Dolphin” á móti Alan Ladd. Á 50‘ árunum lék hún á móti mönnum eins og John Wayne í „Legend of the Lost” Clark Gable „It Started in Naples” og Charlton Heston í „El Cid” Paramount kvikmyndafélagið kunni sannarlega að koma henni á framfæri og þá var hún enn á móti Cary Gran í myndinni „Houseboat“ Listinn hennar í kvikmyndum er langur og væri það of langur pistill að telja upp allar þær myndir sem hún hefur leikið í bæði á ensku, frönsku og þeim ítölsku. En síðasta mynd sem hún lék í árið 2009 var á móti Penelope Cruz, Daniel Day-Lewis og Kate Hudson í Nine
Vissir þú þetta um Sophia Loren?
Hún ef tekið upp yfir 20 lög og hefur tvisvar sinnum komist á topp 20 listann í Bretlandi með lögin „Goodnes Gracious Me“ og „Banger and Mash“ þar sem hún söng með Peter Sellers.
Árið 1992 var hún útnefnd sem Sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, eins og landar hennar Giorgio Armani og Riccardo Muti.
Hún sér sjálf um hárið á sér og neglur og neitar að fara inn á snyrti og hárgreiðslustofur til þessa.
Hún er Guðmóðir Drew Barrymore.
Henni var boðið aðalhlutverkin í „Dynasty“ og einnig „Falcon Crest“
Árið 2004 fékk hún Grammy verðlaun fyrir „Best Spoken Word Album for Children“ ásamt þeim Bill Clinton og Mikhail Gorbachev fyrir „Prokofiev: Peter and the Wolf/Beintus: Wolf Tracks
Hún var ein af þeim sem bar Ólympíska fánan á vetrarleikunum í Turin árið 2006
Hún hefur skrifað tvær matreiðslubækur „In The Kitchen With Love“ 1972 og „Sophia Loren´s Recipes and Memories“ 1998
Sophia Loren hefur fengið Óskarsverðlaun fyrir leik inn sem besta erlenda leikkonan fyrir myndina „Two Women“ Valin besta leikkonan í Cannes fyrir hlutverkið sitt í „The Black Orchid“ Sopiha Loren fékk heiðursverðlaun Óskarsins 1970 fyrir frammistöðuna sína í kvikmyndum, svo eitthvað sé nefnt.
Maður getur ekki annað en heillast af útliti Sophia Loren, augun og hárið. Tala nú ekki um kvenlega vöxtinn sem hún hefur og það enn í dag.