Hin 17 ára gamla Kylie Jenner mætti í afar kynþokkafullum klæðnaði á opnun á nýrri nammibúð á föstudagskvöldið.
Kylie virðist hafa fengið innblástur að klæðnaði frá stóru systur sinni Kim Kardashian en hún var í svörtum, flegnum og gegnsæjum kjól. Sjálf grínaðist hún með það á Instagram síðunni sinni að hún hafi þurft að nota mikið af fatalímbandi til að halda kjólnum föstum meðfram brjóstaskorunni.
Sjá einnig: Kylie Jenner: ,,Ég hef verið lögð í einelti síðan ég var 9 ára“
Dóttir Kris og Caitlyn Jenner flaug til Miami til að vera viðstödd opnunar á nammibúðinni Sugar Factory en hún nýtti einnig tækifærið og kynnti vörumerkið sitt Kylie & Kendall Black Diamond Couture Pop.
Kylie greindi frá því fyrr í vetur að það væri ekkert leyndarmál að tískufyrirmyndir hennar væri Kim Kardashian og Kanye West.
Sjá einnig: Kylie Jenner og Kendall Jenner í Topshop
Sjá einnig: Dóttir Madonnu harðneitar að vingast við Kylie Jenner
Sjá einnig: Kylie Jenner: ,,Ég hef séð um mig sjálf síðan ég var 14 ára“
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.