Konur flykkjast að dýragarði nokkrum í Japan, Higashiyama Zoo, til að dást að górillunni Shabani í eigin persónu. Shabani er engin venjuleg górilla og þykir einstaklega glæsilegur ásýndum.
Talsmaður dýragarðsins sagði í viðtali við Agence France-Presse að Shabani væri einstaklega mössuð górilla og að hann sé að ná sínum toppi þegar kemur að líkamlegu formi: „Við höfum séð fjölda kvenkyns gesta aukast og konur segja að hann sé mjög myndarlegur,“ segir þessi talsmaður.
Shabani er orðinn þekktur víða um heim sem kynþokkafulla górillan en myndir af honum fara eins og eldur um sinu á netinu þessa dagana. Hann er orðinn 18 ára en hann fæddist í Hollandi og ólst upp fyrstu árin sín í Ástralíu. Árið 2007 var hann svo fluttur í dýragarðinn í Japan.
Ég, persónulega, verð að segja að mér finnst eitthvað rangt við að nota orð eins og kynþokkafullur og „sexý“ um dýr. Ég sé sætan apa en engan kynþokka. Ef maður heimfærir þetta yfir á önnur dýr eins og ketti og hunda, þá yrði fólk líklega lokað inni einhversstaðar fyrir að nota orð eins og kynþokkafullur og „sexý“ um gæludýrin sín.
En ég segi nú bara svona. Hvað finnst ykkur um þessa górillu?
Líf og fjör!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.