Á síðunni Guide to Iceland er listi yfir kynþokkafyllstu konur Íslands, en þær er valdar af konu. Konan sem valdi aðrar konur á þennan lista heitir Nanna Gunnarsdóttir
10. Steinunn Ólína
Steinunn Ólína er leikkona sem ég hef dáðst af síðan ég var lítil stúlka. Í dag rekur hún vefmiðil sem er tileinkaður kvenréttindum, og heitir það sama og blað sem kom fyrst út árið 1895, en það var amma hennar, Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem stofnaði blaðið. Hún var ein af þeim fyrstu til að berjast fyrir réttindum kvenna. Hæfileikar, frumkvöðlastarf og kvenréttindabarátta eru kynþokkafull.
9. Dorrit Moussaieff
Forsetafrú Íslands. Hún hefur flottan stíl og er glæsileg, en á sama tíma mjög hlýleg.
8. Helga Braga
Grínisti, leikkona, flugfreyja og ein sú fyndnasta sem kom upp í huga minn. Ég var svo heppin að fá að vinna með henni í nokkra daga og ég hló allan tímann. Það, að vera fyndin, er kynþokkafullt og Helga er líka full af sjálfstrausti hinnar kynþokkafulla magadansmeyjar.
7. Björk Jakobs
Mig langaði að setja sjálfa mig á listann en það má ekki! Í staðinn valdi ég frænku mína, hina fallegu og hæfileikaríku leikkonu, leikstjóra, rithöfund og veislustjóra, Björk Jakobs. Hún gerir allt sem hræðir hana og þetta óttaleysi er kynþokkafullt. (Mér er oft sagt að ég líkist henni og ég verð upp með mér í hvert skipti.)
6. Margrét Erla Maack
Margért hefur endalausa orku og er alltaf upptekin. Fyrir utan það að vera í sjónvarpi, vinnur hún í sirkus, er magadansmær (sem kennir líka Bollywwod og Beyoncé dansa), kynnir í veislum, er plötusnúður og margt fleira (það er erfitt að fylgjast með þessu öllu.) Hún er frábær kokkur og er mjög glettin og fyndin. Eldmóður hennar fyrir lífinu er ótrúlega kynþokkafullur.
5. Margrét Gnarr
Margrét Gnarr er heimsmeistari í fitness og dóttir borgarstjórans í Reykjavík. Þú verður bara ekki í betra formi en hún
4. Emilíana Torrini
Emilíana Torrini er íslensk söngkona, best þekkt fyrir lagið sitt, Jungle Drum. Fyrir utan að vera rosalega hæfileikarík söngkona og lagahöfundur, þá er hún með hjartahlýjan persónuleika sem skín í gegn og gerir fólk ánægt og þú verður bara að brosa.
3. Ragga Ragnars
Fyrir utan það að vera Ólympíukeppandi í sundi sem hefur unnið til margra verðlauna og á nokkur met í sundi, þá hannar Ragnheiður Ragnars einnig föt með ömmu sinni, undir merkinu M-design. Hún skrifar líka um heilsu og lífstíl, er móðir, fyrirsæta, förðunarfræðingur og lítur alltaf óaðfinnanlega út.
2. Vigdís Finnbogadóttir
Hún var fyrsti kvenkyns forseti Íslands, en hún var í embætti 1980- 1996 en hún starfar nú við góðgerðarmál og er sendiherra hjá UNESCO, þar sem hún heldur baráttu sinni áfram fyrir réttindum kvenna. Hún er besta fyrirmynd sem ég veit um, er glæsileg og smart, jarðbundin og alltaf svo hlý og ljúf við þá sem hún hittir. Ég hef verið svo heppin að hitta hana og tala við hana nokkrum sinnum og ég hef í hvert skipti hef ég orðið full af lotningu yfir henni. Hún er elskuð af þjóðinni, þar sem hún er æðisleg og frábær og fær óskipta athygli hvert sem hún fer.
1. Björk
Það þarf ekki að kynna Björk fyrir neinum. Hún hefur verið að gera tónlist í áratugi og er snillingur á því sviði. Hún er sniðug og skemmtileg og virðist ekki eldast og tónlistarhæfileikar eru „oh-so-sexy“.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.