Lady Gaga og Taylor Kinney slíta trúlofun sinni

Lady Gaga og Taylor Kinney hafa slitið trúlofun sinni eftir 5 ára ástarsamband. Samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ hættu þau saman fyrr í þessum mánuði en ekki hefur enn komið í ljós hver vildi hætta með hinu og hvað varð til þess að þau hættu saman. Aðdáendur Lady Gaga hafa tekið eftir því Taylor hefur verið fjarri góðu gamni upp á síðkastið, bæði á viðburðum og samfélagsmiðlum. Svo sást til Gaga án trúlofunarhringsins í seinustu viku á Malibu á afmælisdag Taylor.

Sjá einnig: Lady Gaga rokkar Bandaríska þjóðsönginn

 

Lady Gaga og Taylor byrjuðu saman árið 2011 eftir að þau hittust við gerð tónlistarmyndbandsins við lag hennar You and I. Taylor bað Lady Gaga um að giftast sér á Valentínusardag árið 2015.

SHARE