Hjarta- og æðasjúkdómar herja á okkur sem aldrei fyrr. Um er að ræða æðaþrengingar sem hækka blóðþrýsting og hindra almennt blóðflæði og súrefni um vefi líkamans. Alvarlegar æðaþrengingar geta leitt til hjartaáfalls eða blóðtappa og því mikilvægt að huga vel að heilsunni.
En er eitthvað hægt að gera til þess að vinna bug á æðaþrengingum með því að borða rétt?
Flestir læknar staðfesta að rétt mataræði ásamt hreyfingu hafi jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma og hvetja fólk til þess að forðast unnin matvæli og herta fitu sem dæmi.
Lífstílssíðan One Green Planet listar upp átta matvæli sem talin eru vinna bug á æðaþrengingum.
Hvítlaukur
Samkvæmt rannsóknum getur dagleg inntaka á 4,000 mcg af efninu allicin, sem eru í um það bil fjórum hvítlauksrifum, haft lækkandi áhrif á blóðþrýstinginn og minnkað kólesteról líkamans.
Granatepli
Er talið eyða kalkmyndun í æðaveggjum og lækka þar með blóðþrýsting.
Túrmerik
Inniheldur pólýfenól sem samkvæmt rannsókn minnkar fitumagn í æðaveggjum um allt að 26%. Góð ástæða til að bæta gylltu rótinni í fæðið, þurrkaða eða ferska.
Chia fræ
Hollar fitusýrur í Chia fræunum eru taldar styrkja hjartað.
Kanill
Teskeið af kanil á dag er talið geta minnkað þrengingar í æðum og séð líkamanum fyrir góðum andoxunarefnum samkvæmt rannsóknum. Sparaðu því ekki kanilinn út á morgungrautinn.
Epli
Pektínið í eplum er talið hafa mjög jákvæð áhrif á heilbrigði æðaveggja. Svo lítið sem eitt epli á dag er talið geta minnkað æðaþrengingar um allt að 40% samkvæmt rannsókn.
Tómatar
Lýkopen í tómötum er margrannsakað andoxunarefni sem gefur tómötunum rauða litinn sinn. Lýkopen minnkar oxunaráhrif frá neikvæðu kólesteróli hefur þannig jákvæð áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma.
Grænblöðungar
Grænmeti á borð við brokkolí, spínat og steinselju innihalda hátt hlutfall af vítamínum og andoxunarefnum sem vinna bug á kólesteróli og æðaþrengingum. Fólínsýra á þar beinan þátt í að lækka blóðþrýsting og styrkja hjartað.