Chloe Thomson lenti í skelfilegu bílslysi þegar hún var 11 ára gömul, þar sem bíll sem hún var í skall á tré. Andlit hennar mölbrotnaði og hún þurft að fara í fjöldan allan af aðgerðum til að leiðrétta þann skaða sem hún hlaut. Þar sem nánast öll bein í andliti hennar brotnuðu og þurfti hún að eyða mestum hluta af unglingsárum sínum í aðgerðum og í einni þeirra þurftu læknar að fjarlægja andlit hennar til að laga brot við augun, því ótti var á að hún gæti misst sjónina af völdum beinbrotsins. Báðir fætur hennar brotnuðu og þurfti hún því að vera í hjólastól í ár eftir slysið.
Sjá einnig: Lenti í alvarlegu bílslysi og þurfti að endurhugsa framtíðina
Það er fyrst núna sem Chloe er orðin ánægð með útlit sitt, 19 ára gömul. Hún gekk í gegnum gríðarlega mikla stríðni í skóla og segir að það sé fyrst núna sé hún komið yfir þá erfiðleika sem fylgdu stríðninni.
Mér finnst ennþá erfitt að tala um eineltið. Það sem þau sögðu var hræðilegt, því er mjög erfitt að gleyma. Það er ekki langt síðan ég náði að komast yfir það. Ég er komin yfir það núna.
Chloe langar einna helst að verða förðunarfræðingur, þar sem hún hefur þurft að nota farðann mikið til að hylja afleiðingar þessa skelfilega slyss. Hún þarf þó enn að glíma við ljót ummæli í sinn garð, en hún segist hafa heyrt það allt, svo það snertir hana ekki lengur eins og það gerði.
Sjá einnig: Hún lenti í hræðilegu bílslysi og missti manninn sinn
Sjá einnig: Missti unnusta sinn í slysi
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.